19.10.10

nei sko!

haldiði að ég muni ekki bara aðgangsorðin mín! og þó er ár síðan síðast!
kannski ég fari að setja eitthvað hér inn??!?!

átti ekki rjóma á kakóið..
hlusta bara á cream í staðinn..

jafn gott?!

gott

8.11.09

á prjónunum






Jahh.. það er víst alveg rétt að það er kominn tími á nýtt blogg... og svona úr því ég er ekki á fésbókinni heldur þá datt mér í hug að smella hérna inn nokkrum myndum af því sem ég hef verið að dunda mér við.. svona það sem er á prjónunum..

18.4.09

vorið er komið


og grundirnar gróa!
og ég sletti úr klaufunum eins og kálfur út í móa!

ótrúlegt að fyrsta árið í leiklistarskólanum sé að verða búið! ótrúlegt!
og það er kreppa og ég fer bara á kaffihús eins og ég eigi pening... hahaha... þvílík tálsýn... en hvað á maður að gera.. vorið er svo yndislegt og það er svo gott að fagna því!
hvernig á maður líka annars að geta haldið sér vakandi í öllu þessu verkefnafári...

og svo ég villist ekki í þokunni...
þá fékk ég mér vegvísi

4.3.09

bumbufaraldur

þvílík ævintýri!!!
þetta er það sem ég kalla alvarlegan smitfaraldur!
6 bumbur í vinkonuhópnum!
já... ! 6 kraftaverk!
svei mér þá... þetta er bráðsmitandi!
eins gott að passa sig!

þvílík gleði!
þvílík endeimis gleði!

2.2.09

stopp! hugsanavilla!

hver sagði að súkkulaðirúsínur vaxi ekki á tjám?
hver hélt því fram að pottar væru ekki nothæfir sem inniskór?
hverjum datt í hug að standa á tveimur fótum þegar maður hefur tvær hendur?!

stærsta hindrunin í líf manns er maður sjálfur!

ef mig langar að dansa við bleikan fíl, hver segir þá að bleikir fílar séu ekki til?
rökhugsunin..
skynsemin...

iss piss...

það er ekkert sem segir að ég geti ekki dansað við ímyndaðan bleikan fíl!
eða bangsa..
eða alvöru afrískan fíl með rauðu hundana!
nema skvett hafi verið úr málningarfötu yfir hann...

af hverju setur maður ekki bara stundum rökhugsun og "rétt og rangt" hugsun á pásu og hleypir óheftu ímyndunarafli, sköpunarkrafti og ótæmandi lífgleði að...

af hverju ræktar maður ekki bara súkkulaðirúsínutré í garðinum hjá sér?!

ég bara spyr!

2.1.09

Í upphafi árs

í upphafi árs fara menn gjarnan yfir farinn veg.
Ég ætla bara að líta fram á veginn.
Áramótaheitin eru óteljandi en um fram allt þetta: NJÓTTU
þá á ég að sjálfsögðu ekki við að éta rjómapönnukökur og rússnest blinis á hverjum degi... hahaha... það er nú ekki kreppumatur... nei, ég meina bara að njóta þess sem er...
og þess sem maður er...

svo mín ósk til þín á nýju ári er þessi:
að þú njótir þess að vera sá sem þú ert, með öllum og öllu því sem hver stund hefur að geyma!

Gleðilegt nýtt ár!

23.12.08

Gleðileg jól!

Elsku hjartans vinir!

það er margt sem ég hef vanrækt þetta árið... Vini mína, fjölskyldu, heilsuna, heimilið, áhugamálin, bloggið, sjálfa mig...

brostin athyggli...
blind á bókina...
gullfiskaminni...

svolítið mikil óreiða á öllu...!

það er víst ekkert nýtt!

Einhverstaðar segir: Lengi má manninn bæta.
Það ætla ég svo sannarlega að vona að sé rétt! og það er einlægt markmið mitt fyrir lífið að vera stöðugt að bæta mig... það er þá alltaf örlítil von um að ég hringi kannski örlítið oftar á næsta ári... eða kíki í heimsókn, eða sendi jólakort!!!
kannski tekst mér að læra loksins alminnilega á gítarinn, kannski fer ég oftar á hestbak, á fjöll... kannski verð ég skipulagðari og stundvísari, kannski verð ég sparsamari, kannski verð ég glaðari, sáttari í sálinni...
og kannski verð ég bara sama gamla tuggan sem er búin að lofa gulli og grænum skóum svo oft og svo oft...

svo oft og svo oft hefur púkinn setið á öxlinni á mér...
svo oft og svo oft hef ég hlýtt honum...

í mörg ár hef ég gengið með hann í maganum..
í mörg ár hef ég kennt honum um ófarir mínar
í mörg ár hef ég búið honum skjól og nært hann og alið...
í mörg ár hef ég ekki verið nema hálf... og aldrei alveg ég sjálf..

ég ætla alltaf að losna við hann... svo ég geti verið betri... svo ég geti verið góð við alla sem eru góðir við mig... svo ég geti endurgjaldað alla þessa vinsemd og hlýju... svo ég verði alminnileg manneskja..
en hann er alltaf þarna...

mig langar að eiga fleiri góðar minningar en slæmar...
fleiri gleðistundir...
hlæja meira..

ef maður hefur markmið sín skýr og geymir þau vel í hjarta sínu og stefnir á þau ótrauður þá nást þau einn daginn... bara ef maður vill það nógu mikið... og hreyfir sig í áttina að þeim!

ég á mér markmið
og ég stefni ótrauð á það..

Elsku vinir mínir, elsku fjölskylda mín, elsku allir!
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur! þið eruð mér mjög mikils virði!
það er ómetanlegt að vita að maður getur fengið alls staðar faðmlag, góð ráð, bros...

ég bið ykkur að fyrirgefa mér allar fýlustundirnar... óþolinmæðina... að ég hringi ekki... kem ekki... skil ekki...

það kemur að því!
ég veit það...

ég veit það af því að það er alltaf að glitta meira og meira í gömlu góðu Ólöfu... óstjórnlega stríðna en feimna grallaraspóann sem bullar út í eitt, fíflast og hlær... amk. við hátíðleg tækifæri...

og með því óska ég ykkur Gleðirlegra jóla!!!!
megi komandi ár vera full af kátínu og þroska og allir ykkar dagar umvafðir ljósi og kærleika!